Jörðin séð frá himni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jörðin séð frá himni

Kaupa Í körfu

Jörðin séð frá himni, sýning á loftmyndum eftir franska ljósmyndarann Yann Arthus-Bertrand, verður haldin á Lækjartorgi og í Austurstræti í sumar. Um er að ræða 120 stórar myndir sem settar verða upp á sérsmíðaða sýningarkassa. Sýningin hefur vakið athygli víða um heim og verið sett upp í meira en fimmtíu borgum. Arthus-Bertrand flaug í meira en þrjú þúsund klukkustundir í þyrlu yfir hinum ýmsu löndum en undirbúningur að sýningunni stóð í um tólf ár. Umboðsfyrirtæki ljósmyndarans annast sýninguna en Reykjavíkurborg og nokkur íslensk fyrirtæki styrkja hana. Á sýningunni verða meðal annars myndir sem Arthus-Bertrand tók yfir Íslandi en hann var hér á ferð sumarið 1996. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þá þessa mynd af honum, þar sem hann flaug í þyrlu yfir Þingvöllum og nágrenni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar