Eskihlíð 12

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eskihlíð 12

Kaupa Í körfu

Á síðasta ári fór fram umfangsmikil viðgerð á fjölbýlishúsinu Eskihlíð 12./ ÞEGAR ráðizt er í sameiginlegar framkvæmdir í stórum fjölbýlishúsum, er oft um umfangsmikil og kostnaðarsöm verk að ræða. Því skiptir miklu máli, að rétt sé að verki staðið. Viðgerðir á fjölbýlishúsinu Eskihlíð 12, 12a og 12b, sem fram fóru á sl. sumri, eru að mörgu leyti góð fyrirmynd um vandaðan undirbúning, vel skipulagða framkvæmd og árangursríkan endi. MYNDATEXTI: Eskihlíð 12 í dag. Í húsinu eru 26 íbúðir og það skiptist í þrjú stigahús.Við úttekt fyrir tveimur árum kom m.a. í ljós að það lak allvíða inn með gluggum og ein helsta ástæða lekans var töluverðar fúaskemmdir í gluggaefninu. Aðrar skemmdir voru steypuskemmdir í útveggjum og svölum og einnig þurfti að gera við þak hússins. Að undangengnu útboði í janúar 2002 var gengið til samninga við Keflavíkurverktaka. Verkið hófst svo sl. vor og lauk um haustið. Kostnaður við viðgerðir og endurnýjun alls hússins nam rúmlega 22 millj. kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar