Veggskreyting í GK

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Veggskreyting í GK

Kaupa Í körfu

Í DÆGURMENNINGU samtímans er víða komið við í stöðugri endursköpun og úrvinnslu á táknmyndum og tísku. Helgustu þjóðartákn eru þar ekki lengur undanskilin, ef marka má nýjustu strauma. Á sama tíma og þjóðsöngur Íslendinga skreytir útstillingarglugga tískuvöruverslunar í Reykjavík sinnir ungur Þjóðverji daglegum erindum sínum með skjaldarmerki Íslands húðflúrað á bringuna. Í veggskreytingunum nýstárlegu felst, að sögn eigenda verslananna GK, ákveðinn virðingarvottur gagnvart íslenska þjóðsöngnum, sem að þeirra mati kemur alltof sjaldan fyrir sjónir almennings. MYNDATEXTI: Línur úr þjóðsöngnum skreyta veggi í GK.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar