Ingimar Jónsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ingimar Jónsson

Kaupa Í körfu

Kaupás hf. rekur fjörutíu matvöruverslanir og er næststærsta keðja matvöruverslana á Íslandi, á eftir Baugi. Kaupás hf. var stofnað í maí 1999, við samruna Nóatúns-verslana, KÁ-verslana og 11-11-verslana. Við sameininguna mættust ólíkir menningarheimar. "Jón Júlíusson og fjölskylda höfðu stýrt Nóatúni í 32 ár og reksturinn var í mjög góðu horfi," segir Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss. "Nóatún var fjölskyldufyrirtæki, með þeirri menningu sem fylgir slíkum fyrirtækjum. Fyrirtækið var nátengt eigendum sínum í huga almennings, enda er enn talað um Nóatúnsfjölskylduna, þótt hún hafi selt allan hlut sinn í fyrirtækinu um mitt ár 2000. Bakgrunnur KÁ-verslana á Selfossi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum var annar, þær voru upphaflega kaupfélagsverslanir og svo bættust við 11-11-verslanir, sem var enn eitt vörumerkið og frábrugðið hinum á ýmsan hátt. Að auki bættust við verslanir á Höfn í Hornafirði og Djúpavogi Myndatexti: Ingimar Jónsson forstjóri segir Kaupás ætla að halda áfram uppbyggingu lágvöruverðsverslana Krónunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar