Fjármálaráðherra opnar heimsíðu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjármálaráðherra opnar heimsíðu

Kaupa Í körfu

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, opnaði nýlega nýtt vefsvæði á vef fjármálaráðuneytisins, stjornendavefur.is, sem ráðuneytið mun halda úti og ætlað er stjórnendum ríkisstofnana. Á vefnum er að finna upplýsingar um stjórnun, fjármál og starfsmannamál hjá ríkisstofnunum. Jafnframt er þar að finna lög og reglur sem eiga við um rekstur ríkisstofnana, eyðublöð og form og ýmsar hagnýtar upplýsingar. Laga- og starfsumhverfi stofnana ríkisins er að ýmsu leyti frábrugðið því sem fyrirtæki á markaði búa við. Þá eru markmið ríkisstofnana oft önnur en markmið einkafyrirtækja. Stjórnendavefnum er ætlað að auðvelda stjórnendum ríkisstofnana aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum sem nýtast við stjórnun stofnananna og stuðla þannig að markvissari og skilvirkari rekstri þeirra, segir í frétt frá ráðuneytinu. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar