Grágæs

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grágæs

Kaupa Í körfu

Vorið er komið í fuglana á Tjörninni ef marka má lífið sem þar var þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Enda er sjálfsagt nóg að gera hjá öndum, svönum, gæsum og öðru fiðurfé við hreiðurgerð þessa dagana og varla að það gefi sér tíma til að athuga hvað borgarbúar kunna að hafa meðferðis í bréfpokum þegar þeir koma í heimsókn til þeirra í góða veðrinu. Þessi grágæs var heldur en ekki tignarleg þar sem hún kom inn til lendingar að því er virtist af engu minni nákvæmni en gljáandi stálfuglarnir sem daglega hefja sig til flugs og lenda í næsta nágrenni við Tjörnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar