Klaustrið

Klaustrið

Kaupa Í körfu

Haldið var skemmtikvöld fyrir spænskumælandi fólk sem búsett er hérlendis og sömuleiðis Íslendinga sem áhuga hafa á spænskri menningu og fór gleðin fram á Klaustrinu. Eftir að gestir höfðu gætt sér á þeim kræsingum sem fram voru reiddar var boðið upp í dans; það var parið Jorge og Rut frá Spáni sem sýndi Sevillanas og einnig sýndu tvö danspör frá dansskóla Jóns Péturs og Köru rúmbu og suðræna dansa. Eilífur Friður Edgarsson, sem skipulagði kvöldið, var hinn ánægðasti með hvernig til tókst og sagði að þetta yrði árlegur viðburður. Ekki vantaði áhugann fyrir dansinum hjá gestum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar