Háskólaþing

Háskólaþing

Kaupa Í körfu

Háskólaþing - Menntamálaráðuneytið hélt Háskólaþing á laugardaginn. Þar mættust háskólaborgarar hvaðanæva að á landinu, báru saman bækur sínar og miðluðu hugmyndum. Gunnar Hersveinn og Erla Skúladóttir fóru á þingið og segir hér meðal annars frá erindi Guðmundar Hálfdanarsonar og Jóns Torfa Jónassonar. Vegamót hins þjóðlega og alþjóðlega Erlendir skiptinemar eru fleiri en íslenskir á þessu háskólaári. Lokamarkmið alþjóðavæðingar háskóla er að auka fjölbreytnina. Hvernig sem á málið er litið hefur íslensk menning og vísindi ávallt verið í margslungnum tengslum við nágrannalöndin. Hér hefur sannast að einangrun leiðir til andlegrar stöðnunar, en átök við erlend áhrif og hugmyndastrauma fleyta menningunni áfram," sagði Guðmundur Hálfdanarson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands í erindi sínu "Alþjóðamenning háskóla og framtíð íslenskrar þjóðmenningar", á háskólaþingi 19. febrúar 2000. MYNDATEXTI: Alþjóðavæðing háskóla er ögrun fyrir íslenska menningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar