Gullsmári

Gullsmári

Kaupa Í körfu

Nemendur í 10. bekk Smáraskóla í Kópavogi fóru í heimsókn í félagsheimili eldri borgara í Gullsmára á mánudaginn, en heimsóknin var hluti af námskeiðinu lífsleikni, sem nú er kennt í grunnskólum landsins, en á námskeiðinu er fjallað um allt mögulegt sem tengist hinu daglegu lífi. Að sögn Sigurbjargar Björgvinsdóttir, forstöðumanns félagsstarfs eldra fólks í Kópavogi, heppnaðist heimsókn ungmennanna í alla staði mjög vel. Myndatexti: Vel fór á með nemendum í 10. bekk Smáraskóla og eldri borgurum í félagsheimilinu Gullsmára á mánudaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar