Mjölnir - Eldflaugverkefni verkfræðinema HR

Mjölnir - Eldflaugverkefni verkfræðinema HR

Kaupa Í körfu

Önnur eldflaug Hópur meistaranema í verkfræði við Háskólann í Reykjavík skaut þremur eldflaugum sem þeir höfðu smíðað á loft á Mýrdalssandi, suðaustur af Hafursey, í gærmorgun. Verkefnið, sem bar nafnið Mjölnir, var hluti af námskeiði nemendanna en það er fyrsta skrefið í langtímaáætlun um að nota háskerpumyndavélar til að taka myndir af norðurljósunum. „Þetta gekk ágætlega. Við erum búnir að finna eina af flaugunum austan við þar sem við skutum upp,“ segir Ívar Kristinsson, einn tímenninganna sem stóðu að verkefninu með aðstoð leiðbeinanda og tveggja erlendra sérfræðinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar