Sjálfstætt fólk - New Perspectives

Sjálfstætt fólk - New Perspectives

Kaupa Í körfu

Barátta Bjarts í brennidepli Breski leikhópurinn New Perspectives með þrjá íslenska leikara innanborðs sýnir nýja leikgerð á Sjálfstæðu fólki í Möguleikhúsinu næstu fjögur kvöld. Í VOR hafa borist fregnir af því að breskur leikhópur hafi sett á fjalirnar nýja breska leikgerð á Sjálfstæðu fólki og sýnt hana yfir 30 sinnum við góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Þessi sýning er nú komin hingað upp til Íslands og verður sýnd í Möguleikhúsinu við Hlemm næstu fjögur kvöld, frá fimmtudegi til sunnudags. Leikarar í sýningunni eru sex, þar af þrír íslenskir, þau Helga Vala Helgadóttir, Páll Sigþór Pálsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. MYNDATEXTI: Þau leika í Sjálfstæðu fólki. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Páll Sigþór Pálsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar