Heimskautaráðstefna

Heimskautaráðstefna

Kaupa Í körfu

Tvær miklar, alþjóðlegar ráðstefnur um Norðurhjara fara fram í Reykja- vík þessa vikuna og óhætt að segja að þær sýni vel vaxandi áhuga margra þjóða á málefninu. Fjöldi háttsettra stjórnmálamanna, athafnamanna, embættismanna og virtra vísinda- manna, íslenskra sem erlendra, sæk- ir þessar ráðstefnur. Sú fyrri, sem haldin er á vegum Al- þjóðastofnunar Háskóla Íslands, hófst í gær og eru helstu þemu sjálf- bærni, samstarf og stjórnun á norð- urheimsskautssvæðinu. Fyrirlesarar eru m.a. frá Kanada, Bandaríkj- unum, Rússlandi, Noregi og Dan- mörku. Johannes Riber Nordby, sem starfar við Konunglega varnarmála- skólann í Danmörku, fjallar um reip- togið milli sameiginlegra hagsmuna og afstöðu einstakra ríkja. Og Jesse Hastings, fyrirlesari við Þjóðarhá- skóla Singapúr, ræðir um áhuga As- íuþjóða, fyrirlestur hans ber nafnið Sókn Asíu á norðurskautssvæði í deiglu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar