Vestfirðir - Tálknafjörður - Villimey

Vestfirðir - Tálknafjörður - Villimey

Kaupa Í körfu

álknafjörður er kannski ekki fyrsti staðurinn sem kemur upp í huga fólks þegar snyrtivöruframleiðsla er til umræðu. Engu að síður eru þar framleiddar lífrænt vottaðar snyrtivörur, heilsudrykkir og smyrsl úr villtum vestfirskum jurtum og framleiðslan er seld bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækið heitir Villimey, framleiðslan er kennd við galdra og konan á bak við þetta allt saman blandar smyrsl og bruggar seyði byggð á aldagömlum hefðum og nýjustu rannsóknum. „Jurtirnar sem við notum eru fjölmargar og allar hafa þær sína verkun. Þær eru handtíndar á 12.000 hektara lífrænt vottuðu landsvæði hér í Tálknafirði og Arnarfirði, á þeim tíma þegar virkni þeirra er sem mest,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, stofnandi og eigandi Villimeyjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar