Vestfirðir - Þingeyri - Simbahöllin

Vestfirðir - Þingeyri - Simbahöllin

Kaupa Í körfu

Í kaffihúsinu Simbahöllinni á Þingeyri er sterk sál eins og gjarnan er að finna í húsum sem hafa séð tímana tvenna. Reyndar býsna fjölþjóðleg sál, blanda þess besta af Vestfjörðum, Danmörku og Belgíu. Og útkoman er engu lík. Þetta gamla hús var áður í mikilli niðurníðslu, sumir uppnefndu það Draugahöllina. En það hefur heldur betur hlotið uppreisn æru, þökk sé ungum og atorkusömum hjónum sem gerðu húsið upp og hafa rekið þar kaffihús á sumrin og um páskana undanfarin fjögur ár. Þetta eru þau Janne Kristensen frá Danmörku og Wouter Van Hoeymissen sem er frá Belgíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar