Harry og félagar

Harry og félagar

Kaupa Í körfu

Harry Kvebæk ( annar frá vinstri ) ásamt vinafólki LÚÐRASVEITIN var stödd hér á landi dagana 27. september til 4. október í boði Fullorðinsfræðslu fatlaðra og hélt hún m.a. hljómleika með danssveitinni Plútó í Ráðhúsi Reykjavíkur en sú sveit er starfrækt á vegum Fullorðinsfræðslunnar. Með sveitinni var, eins og áður segir, Harry Kvebæk, virtur tónlistarprófessor sem starfar sem aðstoðarstjórnandi sveitarinnar. Harry segir rætur sveitarinnar liggja í Thorsov-skólanum í Ósló. Mikil hefð sé fyrir lúðrasveitum í Noregi og þeim sé það mikið keppikefli að fá að ganga í skrúðgöngunni á þjóðhátíðardegi Noregs hinn 17. maí. "Um 1971 sótti nemandi minn um stöðu hljómsveitarsstjóra við skólann og fékk. Bróðir minn Erik, sem er tíu árum yngri en ég, tók svo við af honum þremur árum seinna og hefur verið aðalstjórnandi þessarar sveitar síðan. Ekki er vitað til að áður hafi verið stofnuð lúðrasveit, einungis skipuð þroskaheftu fólki."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar