Listagleði - Blikandi stjörnur

Listagleði - Blikandi stjörnur

Kaupa Í körfu

Erlendir gestir kynntu sér listsköpun fatlaðra á Íslandi Lífsglaðir listamenn LISTAGLEÐI var haldin í Hinu húsinu um helgina síðustu. Tilefnið var að hér á landi voru staddir fimmtán erlendir gestir frá tíu Evrópulöndum í þeim tilgangi að kynna sér listsköpun á meðal fatlaðra Íslandi, bæði á svið leiklistar og söng. MYNDATEXTI: Linda Ósk Sigurðardóttir og Helgi Hrafn Pálsson og félagar þeirra í Blikandi stjörnum tóku lagið. ///// Linda Ósk Sigurðardóttir og Helgi Hrafn Pálsson, Blikandi Stjörnur. Hildur Davíðsdóttir og Hreinn Hafliðason í leikhópi Perlunnar Listagleði var haldin í Hinu húsinu í Reykjavík í dag. 15 erlendir gestir frá tíu Evrópulöndum voru viðstaddir sýninguna til að kynna sér listsköpun á meðal fatlaðra á Íslandi í leiklist og söng. Leikhópurinn Perlan kom þar fram ásamt hljómsveitinni Plútó, Blikandi stjörnum og leikhópnum Ásgarði. Kristinn Ingvarsson, forstöðumaður Tiptop og einn af forsvarsmönnum sýningarinnar, sagði að hátíðin hafi tekist mjög vel og að það hafi verið troðfullt út að dyrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar