Davíð Oddsson í Kanada.

Davíð Oddsson í Kanada.

Kaupa Í körfu

Númi Friðfinnsson, bóndi í Djúpadal á Nýja-Íslandi, er með býflugnarækt, en synir hans, Brian og Eric, sjá um reksturinn. Davíð Gíslason fór þangað með Davíð Oddsson forsætisráðherra og fylgdarlið í kynnisferð í október sem leið og sýndi gestunum m.a. vélina sem notuð var til að tæma flugnahylkin en fyrir aftan eru hylki með um 25.000 púpum hvert. Frá vinstri: Davíð Gíslason, Guðjón Guðmundsson, varaforseti Alþingis, Brian bóndi, sonur Núma, Davíð Oddsson, Guðný Jóna Ólafsdóttir, eiginkona Guðjóns, Ástríður Thorarensen, eiginkona forsætisráðherra, Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, og Kris Stefanson, lögfræðingur og dómari við réttinn í Manitoba.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar