Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall

Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall

Kaupa Í körfu

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallsaðgerðir Boða allsherjarverkfall sjúkraliða Sjúkraliðar hafa samþykkt að boða til áframhaldandi verkfallsaðgerða, sem mun gæta fram í miðjan desember. Verkfallið mun taka til allra sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi Íslands, en hingað til hafa verkföllin einungis bitnað á stofnunum ríkisins og tveimur sjálfseignarstofnunum. Kjaradeilan hefur alvarleg áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna. MYNDATEXTI. Um 130 sjúkraliðar minntu á kjarabaráttu sína í gær. Samningar sjúkraliða hafa verið lausir í eitt ár. Sjúkraliðafélag Íslands verður 10 ára í næsta mánuði og segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins, félagið hafa vonast eftir einhverju öðru en mínus í afmælisgjöf frá hinu opinbera.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar