Sigurður Pétursson, Grænlandi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurður Pétursson, Grænlandi

Kaupa Í körfu

Austurströnd Grænlands er óviðjafnanleg útivistarperla sem ferðafólk hefur verið að uppgötva á síðari árum. Hver veit nema hinn almenni ferðamaður rekist á hálfrar milljóna króna gullklump í einhverri gönguferðinni, segir Örlygur Steinn Sigurjónsson um Grænlandsferð þeirra Ragnars Axelssonar og fleiri í júlíbyrjun. Báturinn þeyttist upp á ísinn SIGURÐUR Péturson skipstjóri frá Ólafsvík kom fyrst til Grænlands sem ferðamaður árið 1997 og sigldi um Suður-Grænland í vikutíma ásamt hópi ferðamanna. Í þeirri ferð tók hann afdrifaríka ákvörðun. "Landið heillaði mig ákaflega mikið og ég hét mér að ég skyldi setjast hér að," segir hann. "Ég fór til Stefáns Hrafns Magnússonar hreindýrabónda í Isortoq og var þar fyrsta veturinn minn. Síðan keypti ég bát á Íslandi og sigldi honum sumarið 1997 suður fyrir Hvarf og upp til Ammassalik." Þetta reyndist hin mesta háskaför í gegnum hafís sem lék sér að bátnum eins og skopparakringlu. MYNDATEXTI: Þeir standa kannski í hörkufrosti og leiðindaveðri í jullunum sínum allan liðlangan daginn og bíða eftir sel. Innkoman er oft lítil sem engin og maður skilur stundum ekki hvernig fólk framfleytir sér," segir Sigurður um Grænlendinga, sem hann ber góða söguna. ( Ferð með íslenskum fjallaleiðsögumönnum til Grænlands. Gönguferðir um fjöll og nágrannabygðir , Kulusuk , Kummiut, Sermiliqaq , og Ikatek sem er gamall herflugvöllur úr síðari heimsstyrjöld. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar