Kötlujökull

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kötlujökull

Kaupa Í körfu

FYRSTU niðurstaðna úr áhættumati og áhættugreiningu vegna eldgosa og jökulhlaupa í Mýrdals- og Eyjafjallajökli er ekki að vænta fyrr en á næsta ári að því er Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir en hann á sæti í vinnuhópi sem skipaður var vegna áhættumatsins. Hafa menn horft til þess möguleika að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli kunni að ganga töluvert til vesturs, t.d. um Markarfljót eða hugsanlega enn vestar, jafnvel allt að Þjórsá. Við nýlegar jarðlagakannanir hefur komið í ljós að stór hlaup hafa komið í Markarfljót vegna eldgosa í vestanverðum Mýrdalsjökli en þau hafa orðið á eitt til tvö þúsund ára fresti frá lokum ísaldar. Stór svæði í byggð frá Eyjafjöllum og allt vestur að Þjórsá gætu hugsanlega verið í hættu í slíku jökulhlaupi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar