Saumastofan

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Saumastofan

Kaupa Í körfu

Borgarleikhúsið | Leikritið Saumastofan var skrifað og sýnt í tilefni af kvennafrídeginum fyrir þrjátíu árum, en á þessu afmælisári er nú verið að setja upp sjálfstætt framhald þessa sígilda leikrits. Það er leikfélagið Tóbías sem stendur að þessum afmælisgjörningi. Verið er að nútímafæra saumastofuna og skoða stöðu þessara kvenna í dag, sem á þessum tíma voru ákveðnar persónur. Vel fór á með leikurum og aðstandendum sýningarinnar og leikstjóranum Agnari Jóni Egilssyni þegar ljósmyndari heimsótti þau í Borgarleikhúsið þar sem þau æfa, en áformað er að frumsýna leikritið í janúar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar