Duushús

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Duushús

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Líkan af sjö fiskibátum bættust í gær í bátaflota Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík. Nú eru þar til sýnis sextíu bátar. Félag áhugamanna um bátaflota Gríms Karlssonar fékk tveggja milljóna króna fjárveitingu á fjárlögum ársins til þess að efla safnið. Peningunum er varið til þess að kaupa sjö báta til viðbótar og var gengið frá samningum um það í gær. Reykjanesbær varðveitir safnið og skrifuðu Árni Sigfússon bæjarstjóri og Grímur Karlsson undir samninginn. MYNDATEXTI: Bátafloti Grímur Karlsson módelsmiður, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, við bátana sem bættust í safnið í gær. Nú eru sextíu bátar í safninu í Duushúsum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar