Rústir frá 14. öld grafnar upp við Fagurhólsmýri

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rústir frá 14. öld grafnar upp við Fagurhólsmýri

Kaupa Í körfu

"HÚSIN eru nánast eins og þegar þau voru yfirgefin í júníbyrjun 1362," segir Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem hefur ásamt fleirum grafið upp bæjarstæði skammt frá Fagurhólsmýri á Suðausturlandi að undanförnu. Bærinn sem grafinn hefur verið upp hét Bær og var búið þar fram á 14. öld þegar bæjarstæðið fór undir gos úr Öræfajökli, nánar tiltekið í júníbyrjun árið 1362. Sögur gengu lengi um að Bær lægi grafinn undir vikurlaginu og árið 1918 fannst meðal annars kvarnarsteinn á svæðinu sem talið er að hafi verið úr bænum. Fyrir nokkrum árum fór leitin að bænum á fullt og voru gerðar jarðsjármælingar árið 2001 og prufuholur grafnar ári seinna. Í fyrra hreinsaði hópur manna vikur ofan af bæjarstæðinu og tók þá að móta fyrir útlínum húsanna en í vor hefur verið hreinsað út úr húsunum. Bæjarstæðið er afar heillegt, að sögn Bjarna og segir hann mjög sjaldgæft að sjá tæplega 650 ára gamlan bæ í svo góðu ástandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar