Jöklasýning Hornafirði

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jöklasýning Hornafirði

Kaupa Í körfu

Íslendingar lifa í nábýli við stórbrotin náttúrufyrirbæri og hafa jöklar til dæmis mikil áhrif á aðstæður í landinu. Hrund Þórsdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari heimsóttu í gær jöklasýninguna ÍS-land á Höfn í Hornafirði, en sýningin var opnuð um síðustu helgi eftir miklar breytingar MYNDATEXTI: Fastskorðaður í snjónum Einn nóvembermorgunn árið 1936 fóru Gunnar Þorsteinsson frá Hofi og Sigurður Björnsson frá Kvískerjum til að leita kinda í Breiðamerkurfjalli sem er inni í Vatnajökli norðaustur af Kvískerjum. Snjóflóð féll á félagana og hrapaði Sigurður niður bratta fjallshlíðina og fram af klettabelti. Leit að Sigurði bar ekki árangur þann daginn.Sigurður hafði hins vegar borist með snjóflóðinu eftir geil sem myndast hafði milli fjallshlíðarinnar og jökulsins, 28 metra inn undir jökulinn. Þar lá hann fastskorðaður í snjónum og gat aðeins lítilsháttar hreyft hendurnar. Hann missti aldrei meðvitund og varð undir eins ljóst hvar hann var staddur. Hann var óviss um að hann myndi finnast þar sem talsverður snjór hafði komið í geilina í flóðinu, en tók að syngja sér til hugarhægðar og til að halda á sér hita, auk þess sem leitarmenn kynnu að renna á hljóðið. Söng hann aðallega sálma og heyrðu leitarmenn daginn eftir óminn af sálminum "Lofið vorn drottin" og var Sigurði þá bjargað ómeiddum. Hann var aðeins 19 ára gamall.Myndin sýnir líkan af atburðinum og má sjá Sigurð liggjandi neðstan í geilinni. Líkanið er að finna í eftirlíkingu af jökulsprungu á jöklasýningunni. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar