Hafnarfjörður - Vallahverfi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hafnarfjörður - Vallahverfi

Kaupa Í körfu

Nú eru til kynningar tillögur að deiliskipulagi fyrir nýja áfanga í Vallahverfi í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér tillögurnar. Kostir hraunsins eru látnir njóta sín. Vallahverfið í Hafnarfirði er að byggjast upp með undraverðum hraða. Því veldur góð eftirspurn eftir íbúðum í hverfinu. Talsvert er síðan flutt var inn í fyrstu húsin, en enn er mikið í byggingu. Víða má sjá krana og önnur stórvirk tæki að verki, þegar ekið er um hverfið. Þetta verður stórt hverfi með um 6.000 íbúum, þegar það er fullbyggt og mun hafa yfir sér ósvikið hafnfirskt yfirbragð. MYNDATEXTI: Á Völlum er Þyrping langt komin með að reisa 1.500 ferm. nýbyggingu. Þar verður m.a. Bónus með verslun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar