Jökulgil í Landmannalaugum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jökulgil í Landmannalaugum

Kaupa Í körfu

Jökulgil liggur til suðausturs frá Landmannalaugum. Þetta er þó eiginlega ekki gil, heldur miklu fremur grunnur dalur sem þrengist eftir því sem innar dregur, uns hann hverfur í Torfajökul. Gil þetta er víðfrægt fyrir litadýrð og furðulegar bergmyndanir. Sunnan við Jökulgil liggur Torfajökull sem er um 15 ferkílómetrar að flatarmáli og 1190 m hár yfir sjó. Margar þjóðsögur voru fyrrum tengdar svæðinu kringum Torfajökul og þó einkum Jökulgili, en um miðja 19. öld, þegar farið var að draga nokkuð úr útilegumannatrúnni, tóku duglegir menn sig til og könnuðu allt gilið. Skyggna úr safni , fyrst birt 19960921 Mappa Sýslur 3 síða 39, röð 2 mynd 2a )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar