Álft í Húsdýragarðinum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Álft í Húsdýragarðinum

Kaupa Í körfu

EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær sást álftin Svandís óvenjusnemma á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi með sínum ektaherra og stálpuðum ungum þeirra og voru leiddar að því líkur að hún hefði ekki farið neitt í vetur. Þetta staðfestir íbúi Seltjarnarness, sem kveðst hafa séð til Svandísar og unganna öðru hvoru í vetur. Einn ungi Svandísar náði aldrei flugi og sat hann eftir þegar hún yfirgaf Bakkatjörn í haust, en hún hafði þá ítrekað reynt að hjálpa honum á flug að sögn íbúans. Unginn var síðar tekinn í fóstur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og er þar í góðu yfirlæti eins og sjá má á myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar