Sinubruni á Kjalarnesi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sinubruni á Kjalarnesi

Kaupa Í körfu

FJÓRÐI dagurinn í röð sem daglegt líf fólks til bæja og sveita fór mikið úr skorðum vegna þrálátra sinuelda rann upp í gær, þurr og kaldur. Sina og gróður var víða skraufþurr á Suður- og Vesturlandi og voru slökkvilið og lögregla í miklum önnum vegna elda víða. Fyrir utan stórbrunann á Mýrum lá við alvarlegum óhöppum á Kjalarnesi þegar mikill sinueldur kviknaði við Esjuberg. Gífurlegur reykur steig upp og lagði yfir nálæg býli með þeim afleiðingum að fólk á tveim bæjum þurfti að yfirgefa heimili sín. Stöðva þurfti umferð á Vesturlandsveginum meðan á slökkvistarfi stóð. Ógnarlangur hali kyrrstæðra bíla, með tilheyrandi töfum, beið á Vesturlandsvegi eftir því að umferð yrði hleypt á. MYNDATEXTI Þóra Kristjánsdóttir á Sætúni og frændinn Sigfús Magnússon í kófinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar