Ferðamenn við Strokk

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ferðamenn við Strokk

Kaupa Í körfu

GRÍÐARLEGUR fjöldi ferðamanna ferðast um hinn Gullna hring á degi hverjum yfir sumartímann og má gera ráð fyrir því að um og yfir fimmtán hundruð manns ferðist um hann á fjölmennustu dögunum. Í Gullna hringnum er stansað í Hveragerði, Kerinu, við Gullfoss, Geysi og á Þingvöllum og er þetta án efa ein þekktasta leið til að kynna erlendum ferðamönnum landið án þess að fara mjög langt frá höfuðborgarsvæðinu. Blaðamaður Morgunblaðsins útbjó sér nesti og setti á sig nýja skó og slóst í för með erlendum ferðamönnum á leið um Gullna hringinn... ...Jafngóður kostur Ibiza eða Mallorca SYSTURNAR Rebecca og Laura Shreeve frá Chelmsford í Essex á Englandi voru staddar á Geysisvæðinu og voru meðal þeirra gríðarmörgu sem biðu eftir því að Strokkur gysi. Þær sögðust einungis vera tvær á ferð og ætluðu að vera hér í fjóra daga og sögðu að Ísland hefði mætt þeim væntingum sem þær höfðu gert til landsins fyrir utan að þeim þótti Reykjavík vera rólegri en þær bjuggust við.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar