Sara Kolka

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sara Kolka

Kaupa Í körfu

Þetta er mjög mikið ábyrgðarstarf hér í Frakklandi. Sjálf verð ég ekkert á skjánum, en stjórna bara öllu á bak við," segir hin hálfíslenska og hálffranska Sara Kolka Courageux, sem ráðin hefur verið fréttaframleiðandi hjá nýrri alþjóðlegri sjónvarpsstöð í eigu Frakka. Nýja stöðin er samvinnuverkefni franska ríkissjónvarpsins og frönsku einkastöðvarinnar TF 1 og kemur til með að hefja útsendingar í desember nk. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessar tvær stöðvar, sem venjulega eru í samkeppni, snúa bökum saman, en Frakkarnir hugsa nýju stöðina í anda og til mótvægis við ensku alþjóðlegu sjónvarpsstöðvarnar CNN, BBC World og Al Jazeera, sem stýra að mestu alþjóðlegum fréttum í heiminum. Sent verður út allan sólarhringinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar