Áshildur Haraldsdóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Áshildur Haraldsdóttir

Kaupa Í körfu

Nýverið sendi Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari frá sér tvöfalda geislaplötu þar sem hún leikur öll flautuverk Atla Heimis Sveinssonar frá upphafi. Um er að ræða fyrstu heildarútgáfu á flaututónlist Atla Heimis og fyrstu hljóðritun á fjórum vekanna. "Þetta eru öll flautuverkin hans Atla, það elsta er frá 1978 og það yngsta er tveggja ára gamalt," segir Áshildur. "Þetta er óvenjumikið magn af verkum fyrir flautu, að minnsta kosti af íslensku tónskáldi að vera. Það hefur enginn á Íslandi skrifað svona mikið fyrir flautuna." MYNDATEXTI: Dugnaður - "Þetta er svona 20 ára vinna því ég hef verið að spila sum þessara verka svo lengi. "

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar