Baugsmálið í Héraðsdómi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Baugsmálið í Héraðsdómi

Kaupa Í körfu

Deilur um spurningar setts ríkissaksóknara til Jóns Ásgeir Jóhannessonar settu mikinn svip á aðalmeðferð Baugsmálsins í gær. Hvað eftir annað óskaði verjandi Jóns Ásgeirs eftir því að saksóknari héldi sig við ákæruefnið en spyrði ekki út í mál sem kæmu ákærunni hreint ekki við. Það væri ekki boðlegt að þurfa að sitja undir slíku dag eftir dag. Dómsformaðurinn sagði sömuleiðis að spurningar væru orðnar staglkenndar en saksóknari sagði nauðsynlegt að hann fengi að leggja þær fyrir Jón Ásgeir enda hvíldi það á ákæruvaldinu að færa sönnur á ákæruna. MYNDATEXTI Bakverðir Öflug sveit lögmanna starfar með Gesti Jónssyni hrl. að vörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við aðalmeðferðina, þar af tveir sem voru verjendur annarra ákærðu í málinu. F.v.: Gunnar Þór Þórarinsson hdl., Einar Þór Sverrisson hdl., Kristín Edwald hrl. og Einar Hugi Bjarnason hdl. Kristín var áður verjandi Kristínar Jóhannesdóttur sem var sýknuð í Hæstarétti og Einar Þór var verjandi Jóhannesar Jónssonar en fallið var frá ákæru á hendur honum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar