Skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili

Kaupa Í körfu

SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili fyrir aldraða austarlega við Suðurlandsbraut í gær, en ráðgert er að heimilið verið tilbúið til starfrækslu í ársbyrjun 2009 eftir tæp tvö ár. Á hjúkrunarheimilinu verða 110 rými og eru 40 rými sérstaklega ætluð fyrir heilabilaða, auk þess sem tíu rýma deild verður ætluð fyrir aldraða sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, en það er fyrsta hjúkrunardeildin hér á landi sem er sérstaklega ætluð þeim hópi. Öll herbergin á heimilinu eru einbýli um 24 fermetrar að stærð að meðtöldu baðherbergi. MYNDATEXTI Skóflustunga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar