Sólheimar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sólheimar

Kaupa Í körfu

Blásið hefur verið til heilmikillar menningarveislu á Sólheimum nú í sumar með tónleikum og fjölda sýninga, jafnt úti við sem inni. Ráðgert er að gera slíka veislu að árlegum viðburði hér eftir. Silja Björk Huldudóttir og Ragnar Axelsson heimsóttu Sólheima, skoðuðu hinar ólíku sýningar sem þar eru og fræddust um starfið á staðnum undir handleiðslu séra Birgis Thomsen og Guðmundar Ármanns Péturssonar framkvæmdastjóra. MYNDATEXTI: Á smíðaverkstæðinu tekur Haukur Þorsteinsson vel á móti gestum og grípur strax nýjan gítar, sem Lárus Sigurðsson smíðaði, til þess að taka lagið. Hann byrjar strax að syngja gamla Elvis Presley-slagarann Love me tender, enda Haukur ekki í minnstum vafa um að Presley sé langflottastur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar