Hellisheiði óveður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hellisheiði óveður

Kaupa Í körfu

FÆRÐ og veður var með versta móti í gær, daginn fyrir vorjafndægur sem eru í dag, miðvikudag, og urðu árekstrar og slys í sumum tilvikum auk þess sem vegfarendur þurftu að reiða sig á aðstoð björgunarsveita og lögreglumanna. Frekjulegur sunnanstormur og úrkoma börðu á fólki í gær og er áfram spáð mjög hvössum sunnanáttum frameftir vikunni. MYNDATEXTI: Ekki stætt - Ökumenn á Hellisheiði gátu lítið annað en horft út í sortann og beðið aðstoðar þegar veðrið var sem verst í gær. Mikil hálka og afleitt skyggni spillti fyrir. Einungis var hægt að koma við sérútbúnum bílum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar