Filippía Elísdóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Filippía Elísdóttir

Kaupa Í körfu

Ég er mikil hundraðogeinn-manneskja, enda bý ég þar. Ég hef ekki átt mikinn frítíma undanfarin tvö ár en þá sjaldan ég fæ pásur þá finnst mér gott að rölta hér um miðbæinn, kíkja á kaffihús, söfn og sýningar. Ég er latt nautnadýr og finnst til dæmis betra að láta aðra næra mig heldur en að halda sjálf matarboð. En vonandi fer ég að hafa meiri tíma til að rækta vináttu við vini mína og bjóða þeim heim. Svo finnst mér líka gaman að skreppa til útlanda til að slaka á. Ég fór síðast til London og hef farið á margar leiksýningar í Bretlandi og þeir hafa átt sína góðu spretti. Hinsvegar hef ég ekki farið mikið nýlega, því mér finnst það ekki mjög áhugavert en þeir eiga frábæra leikara. En þetta er stundum eins og skreytt útvarpsleikhús hjá þeim. Íslenskt leikhús finnst mér oft og tíðum áhugaverðara, þar er meiri frumkraftur eins og Vesturport hefur sýnt og sannað með því að leggjast í víking," segir Filippía Elísdóttir fatahönnuður sem sá um að hanna búningana í leiksýningunni Gretti sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. MYNDATEXTI Heilluð af leikhúsi Filippía segir hollt að vinna í leikhúsi þar sem stanslaust er verið að spyrja spurninga, efast og rannsaka. Complete costume history þykir henni t.d hljóma full alræðislega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar