Bílasýning í Hafnarfirði

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bílasýning í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

MEÐLIMIR bílaklúbbsins Krúser undirbúa sýningu sem haldin verður um helgina af kappi. Sýningin er í tilefni eins árs afmælis félagsins, sem státar af meira en þrjúhundruð meðlimum. Um hundrað bílar í eigu klúbbmeðlima verða til sýnis auk þess sem fyrirtæki í bílaiðnaði kynna þjónustu sína. Elsti sýningargripurinn er frá 1932, en flestir eru bílarnir frá 6. áratug síðustu aldar. Sýningin verður haldin í Fornubúðum 3 við smábátahöfnina í Hafnarfirði og aðgangur er ókeypis. Á laugardag verður opið frá 10 til 20 en á sunnudag frá 10 til 16. Meðlimir Krúser hittast á fimmtudagskvöldum árið um kring og ræða allt sem tengist bílum. þegar vel viðrar rúnta þeir gjarnan um miðborgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar