ÍA - Valur 2:1

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍA - Valur 2:1

Kaupa Í körfu

VALUR beið í gærkvöldi sinn fyrsta ósigur í Landsbankadeildinni í rúmt eitt ár þegar liðið sótti Skagamenn heim. Akurnesingar fóru með sigur af hólmi, 2:1, og innbyrtu þar með þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni en Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í baráttunni á hinum enda töflunnar. Fyrir leikinn höfðu Valsmenn ekki beðið ósigur í 19 leikjum í röð á Íslandsmótinu eða frá því liðið tapaði fyrir Víkingi þann 5. júní á síðasta ári. MYNDATEXTI: Glæsimark - Króatíski varnarmaðurinn Dario Cingel stekkur hæst í vítateig Valsmanna og skorar glæsileg skallamark fyrir Akurnesinga á lokamínútu fyrri hálfeiksins á Akranesi í gærkvöldi. Markið gaf Skagamönnum byr undir báða vængi því þeir lögðu Valsmenn á heimavelli sínum, 2:1.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar