Jóel Pálsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóel Pálsson

Kaupa Í körfu

Hamlet með georgíska söngvaranum Hamlet Gonashvili er plata sem ítrekað hefur ratað í spilarann hjá mér á undanförnum árum. Gonashvili var þekktur söngvari og kennari í heimalandi sínu og oft nefndur "rödd" Georgíu vegna frábærrar túlkunar sinnar á þjóðlögum landsins. Gonashvili var glæsimenni; karlmannlegur, fágaður og minnti dálítið á Omar Sharif í útliti. Með flauelsmjúkri og rembingslausri tenórrödd sinni syngur hann lög um vinnuna á akrinum, vögguvísur, veiðivísur og ástarsöngva í slagtogi við félaga sína í hinum frábæra Rustavi-kór. Einhver óræð og tær fegurð liggur í tónlistinni sem er dáleiðandi í einfaldleika sínum. Það er m.a. haft eftir Igor Stravinski að hann hafi verið sterklega innblásinn af hinum georgíska kórsöng á seinni árum. Eins og sönn stórstjarna lést Hamlet Gonashvili í ótímabæru slysi við fall úr eplatré á hátindi ferils sins árið 1985 og dregur það síst úr áhrifamætti plötunnar. Fyrir áhugasama er hægt að grafa upp tónlistarmyndband með Gonashvili á youtube.com Jóel Pálsson tónlistarmaður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar