Arthur Laffer

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Arthur Laffer

Kaupa Í körfu

ÁRANGUR Íslendinga í efnahagsmálum er framúrskarandi og ætti landið að vera fyrirmynd annarra. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Arthur Laffer sem staddur var hér á landi og flutti fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum sagði Laffer Íslendinga hafa sýnt fram á að réttmæti hugmynda hans en tók jafnframt skýrt fram að skattalækkanir væru ekki eina ástæða þenslunnar og góðærisins sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum. „Fleiri þættir spila að sjálfsögðu inn í, þetta er samspil margra hluta,“ segir Laffer sem viðurkennir að hann hafi ekki náð að kynna sér til hlítar allar þær breytingar sem orðið hafa á íslensku efnahagsumhverfi á undanförnum árum og áratugum. Hann segir það hins vegar engum vafa undirorpið að breytingar þær sem ráðist hefur verið í á íslensku skattakerfi hafi skilað MYNDATEXTI Brautryðjandi Arthur Laffer er sagður hafa rissað kenningar sínar upp á servéttu á veitingastað til þess að skýra þær fyrir blaðamanni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar