Björn Thoroddsen

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Björn Thoroddsen

Kaupa Í körfu

NÚ er komið fullt hús, nú er búið að fullskipa hljómsveitina, segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og forsprakki hljómsveitarinnar Cold Front um ástæðu þess að þriðja og nýjasta plata sveitarinnar hefur hlotið nafnið Full House. Hún er nefnilega ólík þeim fyrri að því leyti að nú er Cold Front orðinn sextett, en hefur alltaf verið tríó, segir Björn. Þeir Will Bonness píanóleikari, Rob Siwik trommuleikari og Jonathan Stevens saxófónleikari spila á nýju plötunni ásamt gömlu meðlimunum, Richard Gillis trompetleikara, Steve Kirby bassaleikara og auðvitað Birni sjálfum. MYNDATEXTI Heimsborgari Ég hef verið erlendis að spila síðustu fimm til sjö ár, þannig að mig langar til að sýna aðeins hvað ég hef verið að gera þarna úti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar