Jón Ásgeirsson tónskáld

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jón Ásgeirsson tónskáld

Kaupa Í körfu

SVÁ er sagt, at á einum tíma, þá er Óláfr konungr Tryggvason sat í Þrándheimi, bar svá til, at einn maðr kom til hans at áliðnum degi ok kvaddi hann sæmiliga. Konungr tók honum vel ok spurði, hverr hann væri, en hann sagðist Gestr heita. Konungr svarar: „Gestr muntu hér vera, hversu sem þú heitir“. Gestr svarar: „Satt segi ek til nafns míns, herra, en gjarna vilda ek at yðr gisting þiggja, ef kostr væri“. Þannig hefst Norna-Gests þáttur Fornaldarsagna Norðurlanda. Norna-Gestur hefur öðlast nýtt líf sem sögumaður í glænýrri óperu Jóns Ásgeirssonar tónskálds, sem ber heitið Möttulssaga. Möttulssaga telst til riddarasagna, en í óperu sinni lætur Jón Norna-Gest segja þrjár sögur, og er Möttulssaga kjarni frásagnanna og miðja óperunnar. Valdi stystu söguna fyrir háttinn Jón tók ákvörðun um að semja óperuna fyrir meir en hálfri öld, en margt hefur gerst síðan þá í lífi Jóns, og mörg verk frá honum komið, þar á meðal óperurnar Þrymskviða og Galdra-Loftur. MYNDATEXTI Óperuskáldið Jón Ásgeirsson við vinnu sína

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar