Ninalee Craig

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ninalee Craig

Kaupa Í körfu

Hún hefur ekkert breyst!“ hvíslar Ragnar Axelsson ljósmyndari hissa eftir að hafa verið kynntur fyrir konunni sem fyrir 56 árum mætti linsu ljósmyndarans Ruth Orkin á horni Piazza della Republica í Flórens. Ninalee Allen Craig, eða Jinx Allen eins og hún kallaði sig þá, gekk þar hnarreist framhjá 15 ítölskum körlum sem veittu henni óskipta athygli. Þessi ljósmynd hefur orðið efniviður kvikmynda, málaferla, tískuþátta þetta er ein frægasta ljósmynd 20. aldar, myndin á næstsöluhæsta ljósmyndaveggspjaldi sögunnar. MYNDATEXTI Flestir þessara gaura á myndinni eru örugglega löngu dauðir, segir Ninalee A. Craig og bendir á karlana sem dáðust að henni í Flórens fyrir 56 árum. Margir hafa þó gefið sig fram og sagst vera á myndinni, í von um greiðslu. Ég held að þessir 15 séu orðnir um 450 talsins, segir Craig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar