Hvalárfoss / Hvar á að virkja?

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hvalárfoss / Hvar á að virkja?

Kaupa Í körfu

Á Vestfjarðakjálkanum eru tvær virkjanir í burðarliðnum. Meira er hægt að virkja í Blöndu og eins er stefnt að virkjun jökulsánna í Skagafirði og Skjálfandafljóts. Þessir virkjunarkostir eru ólíkir, bæði í framkvæmd og hvað varðar áhrifin á umhverfið. Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson kynntu sér vatnsföll fyrir vestan og norðan. MYNDATEXTI Hvalárfoss Í fyrsta áfanga yrðu Hvalá og áin Rjúkandi virkjaðar saman. Úttak virkjunar yrði rétt ofan fossins. Á Ófeigsfjarðarheiði yrðu uppistöðulón með veituskurði til Efra Hvalárvatns, alls um níu ferkílómetrar. Þessu fylgir líklega 60 km löng 132 kV háspennulína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar