Bubbi á Austurvellli

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bubbi á Austurvellli

Kaupa Í körfu

ÆSINGUR einkenndi ekki þá sem mættu á mótmælatónleika Bubba Morthens á Austurvelli í hádeginu í gær. Bubbi boðaði til tónleikanna undir yfirskriftinni „krónan er fallin“ og lék þar meðal annars nýtt lag, „Ein stór fjölskylda“, sem hann samdi í fyrrinótt og mætti kalla bjartsýnisóð til þjóðarinnar. Um þrjú hundruð manns mættu á Austurvöll, mikið var um foreldra með börn sín og fólk maulandi hádegismatinn. Lítill baráttuandi lá í loftinu og einn þeirra sem ákváðu að sýna Bubba samstöðu komst svo að orði að gott veður virtist frekar spila inn í mætinguna en að kreppan hefði rekið fólk af stað. MYNDATEXTI Bæn Þessi ungmenni ákölluðu guð og báðu hann um að blessa Ísland.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar