Players

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Players

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hafði snarar hendur, starfsfólk Players og iðnaðarmenn frá Stálnesi, eftir að eldur kviknaði í olíublautum tuskum á skemmtistaðnum í gærmorgun. Eftir að slökkvilið hafði lokið við að reykræsta var tekið til við þrif og parketlögn svo að tryggja mætti að hægt yrði að opna staðinn um kvöldið, þar sem Stuðmenn áttu að skemmta. Að sögn Jóhannesar Bachmann rekstrarstjóra lögðu 40 manns hönd á plóg svo þetta mætti ganga eftir. Þegar rætt var við hann um hálf átta leytið í gærkvöld var búið að þrífa hvern krók og kima staðarins og leggja nýtt parket á 300 fermetra gólfflöt auk þess sem yfirvöld höfðu tekið staðinn út. Var því ekkert að vanbúnaði að opna einum og hálfum tíma síðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar