Brúarvinna

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brúarvinna

Kaupa Í körfu

HRINGTORG, sem byggt var yfir Reykjanesbraut við gatnamót Arnarnesvegar í Kópavogi, var vígt um síðustu helgi. Þetta er fyrsta mannvirki sinnar tegundar á Íslandi. Erlendis eru svona umferðarlausnir algengar og hafa reynst vel. Mannvirkið setur óneitanlega mikinn svip á umhverfi Reykjanesbrautarinnar. Nú standa yfir framkvæmdir við annað mannvirki yfir Reykjanesbrautina, þ.e. brú á gatnamótunum við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Þarna hafa verið ljósastýrð gatnamót, en í framtíðinni mun Vífilsstaðavegur fara á brú yfir Reykjanesbraut. Brúargerðinni átti að ljúka 1. nóvember sl. en vegna óhagstæðs veðurfars að undanförnu hefur hefur orðið dráttur á framkvæmdum. MYNDATEXTI Í byggingu Framkvæmdum við nýja brú við Vífilsstaðaveg lýkur fljótlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar