Jólaflug

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaflug

Kaupa Í körfu

MEÐ jólin á næsta leiti leggur margur Íslendingurinn land undir fót svo fjölskyldan geti verið saman um hátíðirnar. Mikið er að gera í innanlandsflugi og hefur álagið dreifst nokkuð jafnt þar sem aðfangadag ber upp á virkan dag. Nýttu því margir tækifærið til að lengja jólafríið og flugu á áfangastað síðastliðinn föstudag. Flugfélögin búast þó við að mikið verði að gera í dag og á Þorláksmessu en minna á sjálfan aðfangadag. Að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli hefur flutningsrýmið verið sneisafullt undanfarið og síst minna um pakka en áður. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir talsverðu hvassviðri síðdegis í dag og á aðfangadag, með hugsanlegum truflunum á flugi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar