Dagsbrún Í Skarðshlíð lagfærð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dagsbrún Í Skarðshlíð lagfærð

Kaupa Í körfu

Félagsheimili undir Eyjafjöllum endurgert en þar voru böll og erfidrykkjur „ÞÓTT húsið sé gamalt var það þokkalega á sig komið. Viðgerðirnar hafa gengið vel, þar sem við einangrum húsið og múrhúðum og dyttum að ýmsu fleira,“ segir Kristinn Waagfjörð múrari. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á félagsheimilinu Dagsbrún í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. MYNDATEXTI: Þjóðhagi Kristinn Waagfjörð með sögina sem er þarfaþing við endurgerð þessa gamla stílhreina og fallega húss sem reist var um 1920 en gengur nú í endurnýjun lífdaga sinna. Viðgerðirnar hafa gengið vel sem þeir Kristinn og Albert Gíslason sinna í sameiningu og vanda hvarvetna til, rétt eins og þarf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar