Reykjavík Bags

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Reykjavík Bags

Kaupa Í körfu

Við opnuðum þessa verslun rétt eftir hrunið í fyrra. Kreppan kom í raun í veg fyrir að við færum að flytja inn vörur að utan eins og við ætluðum okkur, sem var augljóslega ekkert vit. En núna erum við dauðfegnir að við fórum ekki út í innflutning. Við snerum okkur alfarið að því að selja innlenda hönnun og það gengur mjög vel,“ segir Finnur Thorlacius, einn af þremur eigendum verslunarinnar Reykjavik Bags á Skólavörðustíg. Finnur og meðeigendur hans, Guðmundur Pálsson og Baldvin Berndsen, ákváðu strax í byrjun að stíla inn á erlenda ferðamenn og það hefur gengið eftir að þeir eru í miklum meirihluta viðskiptavina. „Um sjötíu prósent viðskiptavina okkar eru erlendir ferðamenn, en um jólin snerist þetta reyndar við, þá fjölgaði mikið í hópi íslenskra viðskiptavina. Nýliðið sumar var mjög gott, það var geysilegur fjöldi ferðamanna á ferð í bænum í allt sumar. MYNDATEXTI Engin eins Töskurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og í öllum stærðum og gerðum, sumar þeirra má jafnvel horfa í gegnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar